Fréttir | 06. feb. 2020

Forvarnardagurinn

Forseti sækir fund hjá landlækni þar sem fjallað var um sögu, verkefni og fjármögnun Forvarnardagsins. Forseti hefur tekið þátt í Forvarnardeginum á hverju hausti undanfarin ár ásamt fulltrúum frá landlækni, Reykjavíkurborg, Samtökum sveitarfélaga, UMFÍ, ÍSÍ, Skátunum og Rannsóknum og greiningu. Á Forvarnardaginn er stutt við baráttu gegn notkun áfengis og fíkniefna meðal nemenda í 9. bekk grunnskóla og á 1. ári í framhaldsskóla.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar