Fréttir | 08. mars 2020

Samtökin ´78

Forseti flytur ávarp á aðalfundi Samtakanna ´78. Í máli sínu minnti forseti á nauðsyn víðsýni, umburðarlyndis og ástfrelsis nær og fjær, öllum til hagsbóta. Víða erlendis gætir enn fordóma í garð hinsegin fólks og ekki má fallast orðalaust á þannig hindurvitni. Þá rifjaði forseti upp hvernig vísindamenn fundu varnir og lyf við HIV-veirunni og hvernig skilningur og stuðningur var afar brýnn þegar sá vágestur knúði dyra. Loks minnti forseti fólk á að heilsast helst ekki með handabandi eða faðmlagi og gengu hann og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna, á undan með góðu fordæmi (sbr. mynd).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar