Fréttir | 10. apr. 2020

Utanríkisþjónustan

Forseti sendir utanríkisþjónustunni heillaóskir. Í dag eru 80 ár frá því að Íslendingar tóku utanríkismál í sínar eigin hendur, óðara eftir innrás herja nasista í Danmörku. Áður höfðu dönsk stjórnvöld farið með þau mál í umboði Íslendinga, samkvæmt Sambandslagasamningnum frá 1918, þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Þessi dagur, 10. apríl 1940, telst því stofndagur utanríkisþjónustu Íslands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar