Fréttir | 27. apr. 2020

Blár apríl og Arnarskóli

Forseti er viðstaddur hátíðarathöfn við Arnarskóla í Kópavogi. Þann skóla sækja nemendur á grunnskólaaldri með ýmis þroskafrávik. Á viðburðinum afhenti forystusveit Blás apríls – styrktarfélags barna með einhverfu skólanum eina milljón króna sem verður nýtt til kaupa á leiktækjum og annarra endurbóta utanhúss. Forseti flutti stutt ávarp og þakkaði styrktarfélaginu rausnarskapinn. Sama gerði mennta- og menningarmálaráðherra sem einnig sótti viðburðinn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar