Fréttir | 06. maí 2020

Sendiherra Japans

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Japans, Hitoshi Ozawa, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um heillavænleg samskipti Íslands og Japans í áranna rás og leiðir til að styrkja þau enn frekar þegar veiran skæða hefur verið yfirbuguð. Þá var rætt um mismunandi leiðir stjórnvalda um víða veröld í þeirri baráttu. Afhending trúnaðarbréfs fór fram með sérstökum hætti í þetta sinn vegna nauðsynlegra varúðarráðstafana og framkvæmda á Bessastöðum. Móttaka fyrir forystufólk á sviði samskipta Íslands og Japans verður haldin síðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar