Fréttir | 22. júní 2020

Hjólað til góðs

Forseti tekur á móti hjólreiðaköppum Team Rynkeby Ísland sem hjóluðu til Bessastaða. Síðastliðin fjögur ár hefur það lið tekið þátt í alþjóðlegri hjólaferð frá Kolding í Danmörku til Parísarborgar og safnað um leið styrkjum í þágu Styrktarfélags krabbameinsveikra barna. Í ár fellur ferðin niður vegna veirufaraldursins en þess í stað mun íslenska sveitin hjóla innanlands í þágu málstaðarins. Í stuttu ávarpi árnaði forseti gestunum heilla og þakkaði þeim fyrir þetta merka framlag í samfélagsþágu og til stuðnings þeim sem þurfa á stuðningi að halda.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar