Fréttir | 23. júní 2020

Minningarstaðir

Forsetahjón halda á minningarstaði um þá sem létu lífið í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Við minningarreitinn í Súðavík tók heimafólk á móti forseta og forsetafrú. Á Flateyri voru björgunarsveitarmenn í því hlutverki og var safnast saman við bautastein sem reistur var í minningu hinna látnu. Á báðum stöðum flutti forseti stutt ávarp.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar