• Ljósmyndari: Sigurjón Ragnar.
Fréttir | 10. júlí 2020

Minningarstund á Þingvöllum

Forseti sækir minningarstund á Þingvöllum. Þess var minnst að rétt hálf öld er í dag liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson dóttursonur þeirra létust í eldsvoða þar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp við bautastein sem reistur var í minningu þeirra. Sama gerði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og lagði hann blómsveig að steininum. Viðburðinn sóttu börn, niðjar og aðrir aðstandendur þeirra sem létust í brunanum 10. júlí 1970, auk þingmanna, ráðherra og annarra gesta. Að athöfn lokinni var gengið til kaffisamsætis í Þingvallabænum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar