Fréttir | 29. ágú. 2020

Spjaraþon

Dagana 28. og 29. ágúst stóð Umhverfisstofnun fyrir hugmyndasamkeppni með það að markmiði að hvetja almenning og fagaðila til þess að finna leiðir til þess að draga úr textílsóun, stuðla að nýsköpun og vitundarvakningu í samfélaginu og styðja um leið við innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

Viðburðurinn var skipulagður af nemendum í meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík í samstarfi við Umhverfisstofnun. Forsetafrú tók þátt í dómnefndarstörfum og bar hugmyndin Spjarasafnið sigur úr býtum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar