Fréttir | 02. sep. 2020

Heimildamynd um einhverfu

Forseti sækir frumsýningu heimildamyndar um einhverfu í Smárabíói í Kópavogi og hlýðir á erindi um efnið að því loknu. Myndin er á ensku, nefnist „How the Titanic Became my Lifeboat“ og má sjá stiklu um hana hér. Meginfrásögn myndarinnar er um það afrek Brynjars Karls Birgissonar að smíða eftirlíkingu af Titanic úr legókubbum. Þar að auki er fjallað um einhverfu frá ýmsum sjónarhornum og ungmenni á einhverfurófi koma fram og segja sögu sína.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar