Fréttir | 12. des. 2020

Spurningaleikur Forvarnardagsins

Forseti afhendir verðlaun í spurningaleik Forvarnardagsins, sem fram fer árlega að hausti. Um 360 nemendur grunn- og framhaldsskóla um allt land tóku þátt í leiknum og var dregið úr réttum svörum. Viðurkenningu hlutu á Bessastöðum í dag þær Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði, Sóley Bestla Ýmisdóttir, Verzlunarskóla Íslands og Ásdís Bára Eðvaldsdóttir, Heiðarskóla í Reykjanesbæ. 

Forvarnardagurinn byggir meðal annars á könnunum frá Rannsóknum og greiningu og er sérstök vefsíða helguð deginum sem sjá má hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar