Fréttir | 02. jan. 2021

Bjartsýnisverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Álverið í Straumsvík, ISAL, er bakhjarl verðlaunanna en forseti verndari þeirra. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Brøste. Í þetta sinn voru verðlaunin afhent á Bessastöðum og í ár féllu þau í hlut Ara Eldjárn, uppistandara og handritshöfundar. Upptöku af verðlaunaafhendingunni má sjá hér á Facebook.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar