Fréttir | 19. júní 2021

Sjór, verur og rusl

Forseti sækir opnun listsýningar í Gerðarsafni í Kópavogi um heimsins höf, mengun þeirra og leiðir til úrbóta. Sýningin ber yfirskriftina Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! Ungir sýningarstjórar frá fjórum löndum koma að gerð sýningarinnar og er hún fyrsti áfangi Vatnsdropans, stærsta alþjóðlega verkefnis Menningarhúsanna í Kópavogi til þessa. Vatnsdropinn er samstarfsverkefni Múmínsafnsins í Tampere, H.C. Andersen safnsins í Óðinsvéum og Ilon’s Wonderland í Hapsaalu í Eistlandi auk Menningarhúsanna í Kópavogi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar