Fréttir | 22. júní 2021

Sendiherra Japans

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Japans, Ryotaro Suzuki, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um traust samskipti Íslands og Japans í áranna rás og leiðir til að styrkja þau enn frekar, ekki síst útflutning hágæða landbúnaðar- og sjávarafurða til Japans. Einnig var rætt um farsóttina sem hefur valdið svo miklum usla um víða veröld og sett mark sitt á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í Tókýó síðar í ár. Þá var rætt um menningartengsl Íslands og Japans og áhuga Japana á bókmenntaarfi Íslendinga.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar