Fréttir | 22. júlí 2021

Minningarstund

Forseti sækir minningarstund vegna hryðjuverkanna í Osló og Útey fyrir réttum áratug. Alls létust þá 77 manns. Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi og Sigrún Skaftadóttir, fyrrverandi alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna fluttu erindi, auk þess sem Svavar Knútur flutti tónlistaratriði. Í lok athafnar voru rauðar rósir lagðar á bekk í minningarreit um fórnarlömb voðaverksins, sem gerður var í grennd við Norræna húsið í Reykjavík.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar