Fréttir | 17. sep. 2021

Compass Pathways

Forseti og forsetafrú taka á móti forystusveit Compass Passways og fulltrúum Geðhjálpar. Compass Pathways er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í rannsóknum á notkun sveppaefnisins psilocybin til meðhöndlunar á erfiðu þunglyndi. Fulltrúar þess, George Goldsmith forstjóri, Alice Gaillard og Guy Goodwin, sátu fundinn ásamt Héðni Unnsteinssyni, formanni Geðhjálpar, og Kristni T. Gunnarssyni stjórnarmanni. Gestirnir að utan hitta hér á landi fulltrúa Geðlæknafélags Íslands, Sálfræðingafélags Íslands, læknadeildar Háskóla Íslands, Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri og kanna áhuga á þátttöku í þróun þeirra meðferðarúrræða sem Compass Passways vinnur nú að.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar