• Ljósmyndir/Skagafréttir.is
  • Ljósmyndir/Skagafréttir.is
  • Ljósmyndir/Skagafréttir.is
  • Ljósmyndir/Skagafréttir.is
  • Ljósmyndir/Skagafréttir.is
Fréttir | 25. maí 2022

Grænfáninn á Akranesi

Forseti sækir sumarhátíð leikskólans Akrasels á Akranesi og afhenti grænfána Landverndar. Þetta er í sjötta sinn sem Akrasel fær grænfánann og um leið hlaut skólinn einnig viðurkenningu sem UNESCO skóli, fyrstur leikskóla á Íslandi. Samstarfsnet UNESCO-skóla er rekið í 181 landi og vinna þeir allir að því sameiginlega markmiði að stuðla að friði. Þá er umhverfismenntun undir merki grænfánans grunnurinn að öllu skólastarfi Akrasels. Opið hús var í leikskólanum í tilefni dagsins og ræddi forseti við nemendur, starfsfólk og foreldra, dró grænfánann að húni og tók þátt í hátíðahöldunum. Einnig tóku þátt í athöfninni Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO og Andrea Anna Guðjónsdóttir, fræðslustjóri Landverndar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar