Fréttir | 25. maí 2022

UTmessan

Forseti afhendir upplýsingatækniverðlaun Skýs á UTmessunni. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum. Vinningshafi í flokknum UT-Stafræna þjónustan 2021 var Almannarómur og tók Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms á móti verðlaununum. Í flokknum UT-sprotinn, fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi í 1-6 ár og bjóða athyglisverðar lausnir, var fjármálaþjónustan Aurbjörg sigurvegari og tók Jóhannes Eiríksson á móti verðlaununum.

ALFREÐ var valið UT-Fyrirtæki ársins 2021 og tók Halldór Friðrik Þorsteinsson á móti verðlaununum fyrir þeirra hönd.

Loks veitti forseti fyrirtækinu Syndis verðlaun sem UT-fyrirtæki ársins 2022. Syndis sérhæfir sig í upplýsingaöryggi. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að hjá Syndis starfi sérfræðingar sem þekktir séu um heim allan fyrir framlag sitt til upplýsingaöryggis. Syndis hafi frá upphafi lagt ríka áherslu á rannsóknir og þróun á því sviði, auk þess að hjálpa fyrirtækjum að verjast árásum og lágmarka tjón af tölvuárásum. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis, tók á móti verðlaununum. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar