• Forseti plokkar með sjálfboðaliðum Rauða krossins. Ljósmynd/Mummi Lú
  • Forseti plokkar með sjálfboðaliðum Rauða krossins. Ljósmynd/Skrifstofa forseta Íslands
  • Forseti við setningu Stóra plokkdagsins í Grafarvogi. Ljósmynd/Mummi Lú
  • Forseti ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, við setningu Stóra plokkdagsins í Grafarvogi. Ljósmynd/Mummi Lú
  • Forseti við setningu Stóra plokkdagsins í Grafarvogi. Ljósmynd/Mummi Lú
Fréttir | 28. apr. 2024

Stóri plokkdagurinn

Forseti tekur þátt í Stóra plokkdeginum. Forseti og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, auðlinda- og orkumálaráðherra, settu hann formlega við Grafarvog í Reykjavík ásamt félögum Rótarýklúbbsins í Grafarvogi sem hófust síðan handa við ruslhreinsun þar.

Að því loknu hélt forseti til Bessastaða og plokkaði við Bessastaðaveg og nágrenni með sjálfboðaliðum á vegum Rauða krossins, flóttafólki frá Venesúela, Úkraínu, Sýrlandi, Afganistan og víðar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar