Staðastaður við Sóleyjargötu

Skrifstofa forseta við Sóleyjargötu.

Staðastaður, öðru nafni Sóleyjargata 1, hýsir skrifstofu forseta Íslands. Húsið lét Björn Jónsson, ráðherra og ritstjóri, byggja árið 1912.

Auk þess að vera forystumaður í íslenskum stjórnmálum á sinni tíð var Björn Jónsson faðir Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins. Elísabet Sveinsdóttir, kona Björns, ólst upp á Staðastað á Snæfellsnesi og af þeim bæ dregur húsið nafn sitt. Síðar eignaðist Kristján Eldjárn þetta hús svo óhætt er að segja að það sé nátengt sögu þjóðhöfðingja Íslands.

Arkitekt Staðastaðar var Rögnvaldur Ólafsson sem var frumkvöðull í íslenskri byggingarlist. Viðbyggingu við húsið Fjólugötumegin hannaði Gunnlaugur Halldórsson. Á gömlum ljósmyndum sést að þegar húsið var byggt var það í útjaðri bæjarins. Sunnan þess, í átt að flugvellinum, var dreifbýli.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar