Fréttapistill | 04. nóv. 2021

Neyðarkallinn í ár er sjóbjörgunarmaður

Það er ekki á hverjum degi sem maður er hífður upp í þyrlu af sjó, og sjaldnast af góðu tilefni, en í dag fékk ég að upplifa það á sjóbjörgunaræfingu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Tilefnið var Neyðarkall björgunarsveitanna, því þetta árlega fjáröflunarátak hófst í dag. Neyðarkallinn í ár er sjóbjörgunarmaður, enda tekst Landsbjörg nú á við það umfangsmikla verkefni að endurnýja björgunarskipin hringinn í kringum landið. Takið endilega vel á móti sjálfboðaliðum sem selja neyðarkallinn næstu daga til styrktar þessu góða málefni.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 4. nóvember 2021.

  • Ljósmynd/Davíð Már Bjarnason
  • Ljósmynd/Hilmar Snorrason
  • Ljósmynd/Hilmar Snorrason
  • Ljósmynd/Davíð Már Bjarnason
  • Ljósmynd/Sigurjón Ólason
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar