Fréttapistill | 02. júní 2023

Þakklæti og stolt

Nú er ég kominn heim eftir fjögurra daga opinbera heimsókn okkar Elizu til Kanada. Mér er efst í huga þakklæti í garð allra sem tóku svo vel á móti okkur ytra, og ekki síður stolt yfir ferðafélögum mínum, frumkvöðlum og forystufólki á sviði velferðar ungmenna, tungumálatækni og nýsköpunar í heilsu og auðlindanýtingu, auk fulltrúa fyrirtækja sem stefna að því að efla samgöngur milli Íslands og austurstrandar Kanada.

Frekari upplýsingar um ríkisheimsóknina auk myndasafns má sjá á vefsíðu forsetaembættisins. Hér fylgir líka hlekkur á frétt í kanadíska ríkissjónvarpinu um skemmtilega athöfn á Nýfundnalandi þar sem við hjón og föruneyti okkar vorum með formlegum hætti tekin inn í hóp heimafólks: https://www.cbc.ca/player/play/2220322371840

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar