Lagarammi forsetaembættisins

Helstu lög og lagaheimildir sem varða embætti forseta Íslands.

Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma mikilvæg ákvæði um forseta Íslands og hlutverk hans í stjórnskipan landsins. Hana má nálgast á vef Alþingis hér. Þar er meðal annars fjallað um kosningu forseta, friðhelgi hans og aðsetur, einnig um hlutverk hans t.d. við staðfestingu laga, náðun, þingrof, bráðabirgðalög og fleira.

Meðal annarra laga sem embættið starfar eftir má nefna lög nr. 10/1990 um laun forseta Íslands, lög nr. 12 frá 2009 um afnám eldri laga um eftirlaun forseta og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Auk laga má hér nefna forsetabréf um hina íslensku fálkaorðu, forsetabréf um starfsháttu orðunefndar, forsetaúrskurð um fána forseta Íslands, forsetaúrskurð um merki forseta Íslands og forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Öll þessi skjöl er auðvelt að finna á vef Alþingis en skjöl sem varða fálkaorðuna má einnig finna hér á þessum vef.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar