Forseti á fund með Páli Ásgeiri Davíðssyni, verkefnastjóra alþjóðaráðstefnunnar Faith for Nature sem haldin verður rafrænt og hér á landi í 5.‒8. október. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), ríkisstjórn Íslands, þjóðkirkjan, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Landgræðslan standa að viðburðinum ásamt fleirum sem að honum koma með einum eða öðrum hætti. Forseti mun flytja opnunarávarp ráðstefnunnar. Þar að auki verða þau Inger Andersen, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra frummælendur auk ýmissa trúarleiðtoga. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar.
Aðrar fréttir
Fréttir
|
14. apr. 2021
Fundur með forseta Slóvakíu
Forseti á fjarfund með forseta Slóvakíu.
Lesa frétt
Fréttir
|
13. apr. 2021
Íslenski þekkingardagurinn
Forseti afhendir verðlaun á Íslenska þekkingardeginum.
Lesa frétt
Fréttir
|
09. apr. 2021
Blái dagurinn
Forseti sendir kveðju til allra með einhverfu og aðstandenda þeirra.
Lesa frétt