• Áslaug Geirsdóttir
 • Gerður Kristný Guðjónsdóttir
 • Sigurður Flosason
 • Bjarni Felixson
 • Ólafía Jakobsdóttir
 • Kristín Þorkelsdóttir
 • Katrín Fjeldsted
 • Trausti Valsson
 • Sigurjón Arason
 • Haraldur Ingi Þorleifsson var sæmdur orðunni þann 12. janúar 2022.
 • Stefán Haukur Jóhannesson var sæmdur orðunni þann 12. janúar 2022.
 • Jóhanna G. Kristjánsdóttir var sæmd orðunni þann 18. janúar 2022.
Fréttir | 01. jan. 2022

Orðuveiting

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 1. janúar 2022, sæmdi forseti Íslands tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þau eru:

1. Áslaug Geirsdóttir prófessor, Reykjavík, fyrir störf á sviði jarðvísinda og loftslagsrannsókna.
2. Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, Reykjavík, fyrir störf á sviði íþróttamála, félagsmála og miðlunar.
3. Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskra bókmennta.
4. Haraldur Ingi Þorleifsson frumkvöðull, Reykjavík, fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála.
5. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir menntunarfræðingur, Flateyri, fyrir framlag til menntamála og menningarmála í héraði.
6. Katrín Fjeldsted heimilislæknir, Reykjavík, fyrir framlag til heilbrigðis- og félagsmála auk starfa í opinbera þágu.
7. Kristín Þorkelsdóttir hönnuður, Kópavogi, fyrir brautryðjendastörf á sviði hönnunar og framlag til myndlistar.
8. Ólafía Jakobsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, fyrir störf á sviði landverndar og menningarmála í héraði.
9. Sigurður Flosason, hljóðfæraleikari og tónskáld, Reykjavík, fyrir framlag til djasstónlistar og störf á vettvangi tónlistarmenntunar.
10. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur og prófessor emeritus, Kópavogi, fyrir rannsóknir og þróun á vinnslu sjávarafurða.
11. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, Reykjavík, fyrir störf í opinbera þágu.
12. Trausti Valsson, prófessor emeritus, Reykjavík, fyrir framlag til skipulagsfræða og samfélagsumræðu.

Fram til þessa hafa konur borið riddarakross eða stórriddarakross í slaufu, en karlar í borða. Sú breyting hefur nú verið gerð að orðuband við riddarakross og stórriddarakross orðunnar er hið sama, óháð kyni. Sjá fréttatilkynningu. Nánar má lesa um sögu fálkaorðunnar hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar