• Signý Kristín Sigurjónsdóttir, Margrét Vala Þórisdóttir og Valgerður Jónsdóttir taka við Nýsköpunarverðlaunum forseta Íslands 2022 fyrir verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“. Ljósmynd/Arnar Valdimarsson
  • Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Ljósmynd/Arnar Valdimarsson
  • Sex öndvegisverkefni, unnin af ellefu háskólanemum, voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlaunanna í ár. Ljósmynd/Arnar Valdimarsson
  • Margrét Vala Þórisdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttir og Valgerður Jónsdóttir taka við Nýsköpunarverðlaunum forseta Íslands 2022 fyrir verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“. Ljósmynd/Arnar Valdimarsson
  • Vaka Mar Valsdóttir, Sigrún Anna Magnúsdóttir og Arnkell Arason taka við viðurkenningum fyrir öndvegisverkefnið „Krakkakropp". Ljósmynd/Arnar Valdimarsson
  • Karen Rós Róbertsdóttir tekur við viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið „Matjurtarækt utandyra fram á vetur". Ljósmynd/Arnar Valdimarsson
  • Bjarklind Björg Gunnarsdóttir tekur við viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið „Kennsluefni í kynja- og hinseginfræði". Ljósmynd/Arnar Valdimarsson
  • Nanna Kristjánsdóttir tekur við viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið „Stelpur diffra". Ljósmynd/Arnar Valdimarsson
  • Kristján Orri Daðason og Dagur Óskarsson taka við viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið „Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar". Ljósmynd/Arnar Valdimarsson
Fréttir | 10. feb. 2022

Nýsköpunarverðlaun

Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Markmið verðlaunanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunar-sjóði námsmanna. Sex öndvegisverkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna í ár og má lesa nánar um hvert þeirra á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands - Rannís.

Verkefnið sem verðlaunin hreppti var „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans og er nú þegar unnið að því að innleiða hana í tölvukerfi spítalans. Leiðbeinendur voru Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar