• Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Fréttir | 04. mars 2022

Barnaþing

Forseti flytur ávarp við upphaf þjóðfundar á Barnaþingi. Þingið er haldið í Hörpu í Reykjavík og sækja það á annað hundrað ungmenna frá öllu landinu, 11-15 ára gömul. Barnaþingi er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í aðdraganda viðburðarins völdu barnaþingmenn þrjá málaflokka sem áhersla verður lögð á: Mannréttindi, umhverfismál og menntun.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar