Fréttir | 05. okt. 2022

Málstofa um forvarnir

Forseti flytur setningarávarp málstofu um forvarnir sem landlæknir efndi til í tilefni af Forvarnardeginum 2022. Forseti vék meðal annars að þeim frábæra árangri sem náðst hefur í að minnka áfengisnotkun og tóbaksnotkun íslenskra unglinga og vitnaði í krassandi lýsingu Tvíhöfða í því hversu fráhrindandi það getur verið ef fólk reykir. Einnig ræddi forseti gildi þess fyrir fólk að ráða sér sjálft frekar en láta stjórnast af löngun í fíkniefni. Meðal annarra ræðumanna á málstofunni voru Alma Möller landlæknir, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar