Fréttir | 01. des. 2022

Fullveldisdagur í Finnlandi

Forseti sækir móttöku fyrir Íslendinga í Finnlandi á fullveldisdaginn, 1 desember. Forseti er á leið til Japans en millilenti í Helsinki. Við það tækifæri og í tilefni fullveldisdagsins bauð sendiráð Íslands í Finnlandi til kaffisamsætis fyrir Íslendinga sem eru í Finnlandi við nám og störf. Harald Aspelund, sendiherra Íslands í Helsinki, var gestgjafi og tók til máls, auk forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar