Fréttir | 03. des. 2022

Tama City

Forseti fundar með borgarstjórn Tama City í Japan. Tama var gestgjafi íslenska hópsins á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í Japan 2021. Í borginni er nú haldin Íslandsvika í annað sinn, þar sem íslenskri menningu er gert hátt undir höfði með ýmsum hætti. Forseti færði borgarstjórn og íbúum Tama þakkir fyrir hlýhug þeirra til íslensku þjóðarinnar og góðan stuðning við íslensku Ólympíuhópana. Þá sat forseti fyrir svörum borgarstjórnar um aðgerðir Íslendinga í jafnréttismálum, sem hafa verið fyrirmynd við innleiðingu jafnréttisstefnu Tama borgar þar sem m.a. er lögð áhersla á að starfsmenn af öllum kynjum nýti sér rétt til fæðingarorlofs. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar