Fréttir | 03. des. 2022

World Assembly for Women

Forseti tekur þátt í jafnréttisþinginu World Assembly for Women (WAW!) 2022 í boði japanskra stjórnvalda. Undanfarin ár hafa Japanir litið til Íslands sem fyrirmyndar í leit að leiðum til umbóta á sviði jafnréttismála. Ísland hefur verið í efsta sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í rúman áratug en Japan er í 116. sæti.

Forsætisráðherra Japans setti þingið en aðalræðumenn þess voru forseti Íslands og Sima Sami Babous, framkvæmdastýra UN Women. Í ræðu sinni sagði forseti frá þeim samfélagsbreytingum sem orðið hafa á Íslandi þökk sé jafnréttisbaráttunni. Ræðu forseta má lesa á íslensku hér og á ensku hér.

Á þinginu tók forseti einnig þátt í pallborðsumræðum þar sem sjónum var beint að mikilvægi þess að virkja karlmenn til vitundar og þátttöku í jafnréttisstarfi og að samhæfingu atvinnu- og fjölskyldulífs.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar