Forseti flytur ávarp og opnar formlega Stéttina, nýja og endurbætta aðstöðu fyrir þekkingarnet Þingeyinga á Húsavík. Fjöldi stofnana og fyrirtækja á sviði rannsókna og nýsköpunar hefur aðsetur í þessum húsakynnum. Í máli sínu minnti forseti á mikilvægi starfsemi af þessu tagi í öflugu samfélagi og árnaði Húsvíkingum og öðrum Þingeyingum heilla. Í för sinni heimsótti forseti einnig íbúa Hvamms, heimilis aldraðra á Húsavík, og hitti foreldra og ungviði í íþróttaskóla barnanna þar á bæ.