Forseti afhendir Hvatningarverðlaun ábyrgrar ferðaþjónustu við hátíðlega athöfn í Grósku í Reykjavík. Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa standa að viðburðinum, á Degi ábyrgrar ferðaþjónustu. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd: Pink Iceland, Midgard Adventure og Hótel Breiðdalsvík og komu verðlaunin í hlut hótelsins.