Forseti tekur á móti fulltrúum Norræna félagsins og gerist verndari félagsins, á aldarafmæli þess. Norrænu félögin eiga rót sína að rekja til hugsjóna á um aukið samstarf Norðurlandanna, byggt á sameiginlegri menningu þeirra og sögu. Þann 29. september 2022 voru liðin 100 ár frá stofnun Norræna félagsins á Íslandi. Markmið félagsins er að efla norræna vitund og samkennd á öllum sviðum samfélagsins. Í tilefni aldarafmælisins hefur forseti Íslands nú gerst verndari Norræna félagsins á Íslandi og mun verndarhlutverkið fylgja embættinu.

Fréttir
|
19. des. 2022
Norræna félagið
Aðrar fréttir
Fréttir
|
01. júní 2023
Lokadagur Kanadaferðar
Fjögurra daga ríkisheimsókn lýkur í Nýfundnalandi- og Labrador.
Lesa frétt