Forseti tekur á móti mislitum sokkum í aðdraganda alþjóðadags Downs-heilkennisins, þann 21. mars. Markmið dagsins að vekja jákvæða athygli á einstaklingum með Downs heilkenni, lífi þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Hefð er fyrir því að klæðast mislitum sokkum á þessum degi til að fagna fjölbreytileikanum. Félag áhugafólks um Down-heilkennið kom af því tilefni færandi hendi á Bessastaði með sokkapör og boli handa forseta og forsetafrú.

Fréttir
|
17. mars 2023
Fjölbreytileikanum fagnað
Aðrar fréttir
Fréttir
|
17. mars 2023
List án landamæra
Forseti tekur þátt í 20 ára afmæli hátíðarinnar.
Lesa frétt