Fréttir | 17. mars 2023

List án landamæra

Forseti tekur þátt í 20 ára afmæli hátíðarinnar List án landamæra og tilkynnir um val á listafólki ársins. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin árlega síðan. List án landamæra sýnir öll listform en er eina hátíðin á Íslandi sem leggur áherslu á listsköpun fatlaðs fólks. Myndlistarmaðurinn Sindri Ploder var valinn listamanneskja hátíðarinnar í ár. Þá var myndlistarhópur Hlutverkaseturs valinn listahópur hátíðarinnar. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar