• Ljósmynd/Kristinn Magnússon
  • Ljósmynd/Kristinn Magnússon
  • Ljósmynd/Kristinn Magnússon
  • Ljósmynd/Kristinn Magnússon
  • Ljósmynd/Kristinn Magnússon
  • Ljósmynd/Kristinn Magnússon
  • Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Fréttir | 16. maí 2023

Leiðtogafundur Evrópuráðsins

Forseti ávarpar gesti á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í Reykjavík dagana 16.-17. maí. Þetta er í fjórða sinn í 74 ára sögu stofnunarinnar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins. Forseti bauð leiðtogana velkomna til landsins á samkomu sem haldin var fyrir upphaf fundarins, þar sem forsetar, forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar rúmlega 40 ríkja voru saman komnir. Í ávarpi sínu áréttaði forseti að í alþjóðavæddum heimi geti ekkert ríki þrifist án samvinnu. Farsæl samskipti ríkja verði að byggja á virðingu fyrir alþjóðalögum fremur en hnefarétti hins sterka. Ávarp forseta má lesa hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar