Fréttir | 17. maí 2023

Forsetafrú Póllands

Eliza Reid forsetafrú tekur á móti Agötu Kornhauser-Duda, eiginkonu forseta Póllands, á Bessastöðum. Kornhauser-Duda er hér á landi ásamt eiginmanni sínum samhliða leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík. Forsetafrúin nýtti tækifærið meðal annars til að kynna sér samfélag Pólverja á Íslandi. Þá kom hún til hádegisverðar á Bessastöðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar