Fréttir | 24. maí 2023

Heiðursblóðgjafar

Forseti tekur á móti heiðursblóðgjöfum og afhendir viðurkenningar til þeirra sem gefið hafa blóð 150 sinnum eða oftar undanfarin ár. Blóðgjafafélag Íslands stendur að viðurkenningum til blóðgjafa fyrir ósérhlífin framlög til heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að þessu sinni náðu fimm gjafar þeim árangri, en tveir þeirra áttu ekki heimangengt. Heiðursblóðgjafarnir í ár eru: Eðvald Möller, Viðar Þorgeirsson, Ormar Gylfason Líndal, Bóas Börkur Bóasson og Einar Baldvin Stefánsson.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar