Fréttir | 20. júní 2023

Geðheilsa

Forseti á fund með Ólafi Þór Ævarssyni geðlækni. Rætt var um leiðir til að stuðla að bættri geðheilsu landsmanna, ekki síst skilvirkar leiðir til að takast á við streitu, kvíða og aðra vanlíðan, hugsanlega væga í fyrstu en verri ef ekkert er að gert. Meðal annars var rætt um gildi hreyfingar og virkni í því sambandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar