Forsetahjón taka á móti íslenska hópnum sem tók þátt í heimsleikum Special Olympics 2023. Leikarnir, sem fram fóru í Berlín 17.-25. júní, eru stærsti íþróttaviðburður heims 2023 þar sem 7.000 keppendur frá 190 löndum taka þátt. Frá Íslandi fóru 30 íþróttamenn sem kepptu í 10 greinum auk þess sem 120 aðstandendur fylgdust með íslenska hópnum. Þar á meðal var Eliza Reid forsetafrú, sem tók þátt í opnunarathöfninni 17. júní ásamt Ásmundi Einari Daðasyni, ráðherra íþrótta, og hvöttu þau íslensku keppendurna til dáða næstu daga á eftir. Að leikunum loknum efndu forsetahjón til móttöku á Bessastöðum fyrir íþróttafólkið og aðstandendur þeirra og buðu þau velkomin heim. Myndasafn frá móttöku íslenska hópsins á Bessastöðum má sjá hér.

Fréttir
|
27. júní 2023
Heimkoma frá Special Olympics
Aðrar fréttir
Fréttir
|
22. sep. 2023
Listasafn Einars Jónssonar
Forseti heimsækir Listasafn Einars Jónssonar.
Lesa frétt