• Ljósmynd: Eyþór Árnason/Alþingi
  • Ljósmynd: Eyþór Árnason/Alþingi
  • Ljósmynd: Eyþór Árnason/Alþingi
  • Ljósmynd: Eyþór Árnason/Alþingi
  • Ljósmynd: Eyþór Árnason/Alþingi
  • Ljósmynd: Eyþór Árnason/Alþingi
  • Ljósmynd: Eyþór Árnason/Alþingi
  • Ljósmynd: Eyþór Árnason/Alþingi
Fréttir | 12. sep. 2023

Setning Alþingis

Forseti setur Alþingi við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Í ávarpi sínu nefndi forseti ýmis tímamót sem verði á komandi þingvetri og ári, meðal annars 80 ára afmæli lýðveldis á Íslandi og að 30 ár verða senn liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gekk í gildi.

Þá benti forseti á að íslenskt samfélag hefur gerbreyst að mörgu leyti síðustu áratugi. Stór hluti íbúa landsins sé nú af erlendu bergi brotinn og sé vel að verki staðið verði samfélagið fjölbreyttara og fallegra, öflugra og framsæknara. Um leið þurfi að tryggja að eining ríki um grunnstoðir samfélagsins, ekki síst einstaklingsfrelsi og hjálp til þeirra sem eru hjálpar þurfi. Einnig nefndi forseti að í stjórnarskrá mætti vera kveðið á um það sem nú þegar má finna í lögum, að íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi.

Loks óskaði forseti þingmönnum velfarnaðar í mikilvægum störfum í þágu lands og þjóðar. Ávarp forseta má lesa hér á íslensku og á ensku hér

Pistill forseta um þingsetninguna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar