• Forsetahjón Íslands og Finnlands ásamt konungshjónum Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs í sænsku konungshöllinni. Ljósmynd: Ingemar Lindewall/Sænska konungshöllin
  • Forsetahjón mæta til hátíðarsýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu í krýningarafmæli Svíakonungs í Stokkhólmi.
  • Karl XVI. Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning mæta til hátíðarsýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu í krýningarafmæli Svíakonungs í Stokkhólmi.
  • Forsetahjón ásamt þjóðhöfðingjum Norðurlanda og öðrum gestum á hátíðarsýningu í Drottningholm hallarleikhúsinu.
  • Haraldur V. Noregskonungur og Sonja drottning mæta til hátíðarsýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu í krýningarafmæli Svíakonungs í Stokkhólmi.
  • Danska konungsfjölskyldan mætir til hátíðarsýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu í krýningarafmæli Svíakonungs í Stokkhólmi.
  • Forseti ásamt Sauforseta Finnlands Ljósmynd: Ingemar Lindewall/Sænska konungshöllin
  • Forsetahjón Íslands og Finnlands ásamt konungshjónum Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs og ríkisörfum. Ljósmynd: Ingemar Lindewall/Sænska konungshöllin
Fréttir | 15. sep. 2023

Krýningarafmæli Svíakonungs

Forseti og forsetafrú taka þátt í hátíðahöldum í tilefni 50 ára krýningarafmælis Karls XVI. Gústafs Svíakonungs í Stokkhólmi. Karl Gústaf varð þjóðhöfðingi Svíþjóðar árið 1973 við andlát afa síns, Gústafs VI. Adolfs konungs. Krýningarafmælið sóttu þjóðhöfðingjar allra Norðurlandanna og stóðu hátíðahöldin í tvo daga.

Að kvöldi fimmtudagsins 14. september var boðið til hátíðarsýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu og kvöldverðar í Drottningholm höllinni í kjölfarið. Að morgni föstudagsins 15. september sóttu forsetahjónin messu í Slottskyrkan ásamt konungsfjölskyldunni og öðrum heiðursgestum og fylgdust að því loknu með hyllingu konungs frá svölum konungshallarinnar. Þá var norrænum þjóðhöfðingjum boðið til hádegisverðar með sænsku konungshjónunum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Dagskrá krýningarafmælisins lauk svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni að kvöldi föstudagsins 15. september.

Pistill forseta um krýningarafmæli konungs.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar