Eliza Reid forsetafrú tekur þátt í Clinton heimsþinginu, Clinton Global Initiative Meeting, sem fram fer í New York dagana 18.-19. september. Að þinginu standa Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Hillary Rodham Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Forsetafrú tók þátt í umræðum sem Chelsea Clinton stýrði undir titlinum „Grunnur efnahagspýramídans" (e. The Base of the Economic Pyramid) þar sem rætt var um hið svo kallaða umönnunarhagkerfi. Í pallborði ásamt forsetafrú sátu La June Montgomery Tabron, forstjóri Kellogg stofnunarinnar, og Jen Lee Koss, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins Springbank.

Fréttir
|
18. sep. 2023
Clinton heimsþingið
Aðrar fréttir
Fréttir
|
22. sep. 2023
Listasafn Einars Jónssonar
Forseti heimsækir Listasafn Einars Jónssonar.
Lesa frétt