Fréttir | 06. okt. 2023

Enes Kanter Freedom

Forseti hittir Enes Kanter Freedom. Hann er tyrkneskur að uppruna en var sviptur því ríkisfangi vegna gagnrýni sinnar á stjórnvöld í Ankara og hefur nú bandarískt vegabréf. Hann lék um árabil körfuknattleik í bandarísku atvinnumannadeildinni, NBA, og hefur síðustu misseri vakið athygli fyrir ýmis sjónarmið sín, ekki síst frekari gagnrýni á tyrkneska ráðamenn, valdhafa í Kína og þátttöku transfólks í kvennaíþróttum. Enes Freedom kveðst berjast fyrir mannréttindum hvarvetna. Hann er hér á landi sökum vinatengsla við forystufólk í Horizon, menningarfélagi múslima á Íslandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar