Forseti afhendir viðurkenningu Barnaheilla við hátíðlega athöfn í Reykjavík. Í ár kom hún í hlut Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg hefur lengi sinnt börnum sem búa við fátækt og barist fyrir hagsmunum þeirra. Viðurkenning Barnaheilla er veitt árlega fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hinn 20. nóvember.

Fréttir
|
20. nóv. 2023
Viðurkenning Barnaheilla
Aðrar fréttir
Fréttir
|
06. des. 2023
Jólaljósin tendruð
Forsetahjón taka á móti skólabörnum af Álftanesi.
Lesa frétt