• Forseti og forsetakötturinn Títa ásamt sjálfboðaliðum dýraverndarsamtaka á Bessastöðum.
  • Forseti og forsetakötturinn Títa ásamt sjálfboðaliðum dýraverndarsamtaka á Bessastöðum.
Fréttir | 10. jan. 2024

Dýravernd

Forseti tekur á móti sjálfboðaliðum á vegum dýraverndarsamtaka sem komu að björgun gæludýra og annarra skepna þegar Almannavarnir lýstu yfir neyðarástandi í Grindavík í nóvember. Hátt í 300 dýrum var bjargað úr Grindavík og komið í hendur eigenda þeirra nokkrum dögum eftir að bærinn var rýmdur. Dýraverndarsamtök héldu utan um lista yfir þau dýr sem urðu eft­ir, auk þess sem sjálf­boðaliðar fengu leyfi til þess að fara inn í bæ­inn, taka þátt í leit að dýr­un­um og í sumum tilfellum fara inn á heimili gæludýraeigenda til að sækja dýrin. Að aðgerðunum stóðu samtökin Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Villikettir, Villikanínur, Kattholt og The Bambi Foundation, með stuðningi frá Dýraþjónustu Reykjavíkur og Dýraverndarsambandi Íslands.

Forseti færði sjálfboðaliðunum þakkir fyrir ósérhlífið starf í þágu dýra og ræddi við gestina um umbætur í dýrahaldi á Íslandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar