• Forsetahjón ásamt kokkalandsliði Íslands. Ljósmynd/Bent Marinósson
  • Ljósmynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson
  • Ljósmynd/Bent Marinósson
  • Ljósmynd/Bent Marinósson
Fréttir | 08. feb. 2024

Kokkalandsliðið

Forsetahjón fagna kokkalandsliði Íslands og flytja ávarp í móttöku til heiðurs liðsmönnum þess sem komu heim til Íslands síðdegis. Landsliðið hlaut bronsverðlaun á Ólympíumótinu í matreiðslu sem haldið var í Stuttgart í Þýskalandi. Snemma í síðasta mánuði sóttu forsetahjón lokaæfingu landsliðsins og í máli sínu nefndu þau að þrotlausar æfingar hefðu greinilega skilað sér þegar á hólminn var komið. Einnig var vikið að því að með sinni frábæru frammistöðu hefðu hinir íslensku matreiðslumeistarar vakið verðskuldaða athygli á íslenskri matargerðarlist og íslensku hráefni, og því bæri að sjálfsögðu að fagna. Forsetafrú er verndari kokkalandsliðsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar