• Örn Guðmundsson, einnig þekktur sem Mugison, og Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri alþýðunnar á Aldrei fór ég suður, ásamt forseta.
 • Forseti flytur opnunarávarp á 20 ára afmæli Aldrei fór ég suður. Ljósmynd/Ásgeir Þrastarson
 • Hljómsveitin Vampíra, sigurvegarar Músíktilrauna 2024, baksviðs ásamt forseta.
 • Forseti í Kampaskemmunni á Aldrei fór ég suður.
 • Mugison á sviðinu á Aldrei fór ég suður 2024. Ljósmynd/Ásgeir Þrastarson
 • Tónleikagestir á Aldrei fór ég suður ræða við forseta.
 • Sjálfboðaliðar í gæslu á Aldrei fór ég suður ásamt forseta við Kampaskemmuna þar sem hátíðin er haldin.
 • Forseti opnar ljósmyndasýningu til heiðurs sjálfboðaliðum á 20 ára afmæli Aldrei fór ég suður.
 • Forseti opnar ljósmyndasýningu til heiðurs sjálfboðaliðum á 20 ára afmæli Aldrei fór ég suður.
 • Forseti opnar ljósmyndasýningu til heiðurs sjálfboðaliðum á 20 ára afmæli Aldrei fór ég suður. Ljósmynd/Ásgeir Þrastarson
 • Hljómsveitin Celebs frá Suðureyri á 20 ára afmæli Aldrei fór ég suður. Ljósmynd/Ásgeir Þrastarson
 • Forseti flytur opnunarávarp á 20 ára afmæli Aldrei fór ég suður. Ljósmynd/Ásgeir Þrastarson
 • Pönkganga um Ísafjörð með Sigurjóni Kjartanssyni á Aldrei fór í suður.
 • Pönkganga um Ísafjörð með Sigurjóni Kjartanssyni á Aldrei fór í suður
 • Óttarr Proppé ásamt forseta í pönkgöngu á Ísafirði.
Fréttir | 29. mars 2024

Aldrei fór ég suður

Forseti flytur opnunarávarp á 20 ára afmæli tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Feðgarnir Örn Guðmundsson, einnig þekktur sem Mugison, og Guðmundur Kristjánsson áttu frumkvæði að hátíðinni árið 2004 og hefur hún verið haldin árlega síðan, samhliða Skíðavikunni á Ísafirði sem ætíð fer fram um páska.

Tónlistarhátíðin er ókeypis og öllum opin og byggir að miklu leyti á framlagi sjálfboðaliða. Í ávarpi sínu við opnun hátíðarinnar þakkaði forseti bæði frumkvöðlum tónlistarhátíðarinnar, skipuleggendum og sjálfboðaliðum fyrir hugsjónastarf í þágu samfélagsins. Að loknu opnunarávarpi forseta steig Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar á svið undir handleiðslu Guðmundar Kristjánssonar. Viðburðinum var sjónvarpað í beinni á Rúv 2 og má sjá upptöku hér.

Meðal annarra tónlistarmanna sem komu fram á opnunarkvöldinu voru hljómsveitin Vampíra, sem sigraði Músíktilraunir 2024, Mugison, Emmsé Gauti, GDRN, Nanna, Dr. Gunni og Heiða og hljómsveitin Celebs frá Suðureyri. Hátíðin stendur í tvo daga og lýkur laugardaginn 30. mars.

Fyrr um daginn opnaði forseti ljósmyndasýninguna „Maður gerir ekki rassgat einn," sem heiðrar framlag sjálfboðaliða í 20 ár. Sýningin er í grunninum við Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað og verður opin fram á sumar, en fleiri myndir af starfi sjálfboðaliða bak við tjöldin má sjá hér á vef hátíðarinnar.

Laugardaginn 30. mars tók forseti þátt í pönkgöngu sem boðað var til í tengslum við tónlistarhátíðina. Sigurjón Kjartansson fjöllistamaður, sem ólst upp á Ísafirði og var með fyrstu pönkurum bæjarins, leiddi göngufólk um slóðir pönksins þar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar