Fréttir | 13. maí 2024

Forseti fer utan

Forseti heldur í dag til Danmerkur þar sem hann á kveðjufund með Margréti Þórhildi Danadrottningu. Þá flýgur hann á þriðjudag til Eistlands og situr þar fund með Alar Karis, forseta landsins, heimsækir borgina Narva og tekur þátt í ráðstefnu um utanríkis- og öryggismál í Tallinn. Á föstudag heldur forseti loks til Finnlands og á þar fund með Alexander Stubb F‌innlandsforseta áður en hann fer til Norður-Finnlands og verður þar sæmdur nafnbót heiðursdoktors við háskólann í Oulu.

Sjá nánar í fréttatilkynningu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar